„Þessir gömlu karlar líta mjög vel“

Atli Sigurjónsson í baráttunni við Matt Garner í leik KR …
Atli Sigurjónsson í baráttunni við Matt Garner í leik KR og ÍBV í Vesturbænum á síðustu leiktíð. mbl.is/Hari

Akureyringurinn Atli Sigurjónsson er spenntur og klár í slaginn þegar Íslandsmótið í fótbolta fer af stað á nýjan leik síðar í mánuðinum. Atli kom fyrst til KR frá Þór 2012 og varð Íslandsmeistari með liðinu ári síðar. Árin 2015 og 2016 lék hann með Breiðabliki en sneri aftur til KR árið 2017 og varð Íslandsmeistari með liðinu í annað sinn síðasta sumar. Hann segir meistarana klára í slaginn og er Atli sjálfur sérstaklega spenntur fyrir því að leika knattspyrnu fyrir framan áhorfendur á nýjan leik.

„Stemningin er mjög góð. Við erum loksins byrjaðir að æfa eðlilega, það er mjög gaman og maður er orðinn mjög klár í sumarið. Ég held fólkið í landinu sé líka orðið mjög spennt að sjá fótbolta aftur, bæði í Vesturbænum og annars staðar. Skemmtunargildi fótbolta er 70-80 prósent stemningin í stúkunni og íþróttir án áhorfenda eru ekki neitt. Að horfa á fótboltaleik er eins og að horfa á sjónvarpsþátt, en fótboltaleikur þar sem er mikil stemning í stúkunni er eitthvað miklu meira. Ég sá eitthvað aðeins úr leik í Þýskalandi á dögunum og ég nennti ekki einu sinni að horfa á til enda þegar það voru engir áhorfendur,“ sagði Atli við Morgunblaðið.

Erfiður og skrítinn tími

Hann viðurkennir að á tímabili hafi verið erfitt að finna hvatningu til að æfa einn á meðan Íslandsmótinu var frestað og íþróttaæfingar liða bannaðar. Var um tíma óvíst hvort Íslandsmótið færi yfir höfuð fram.

„Það var frekar erfiður og skrýtinn tími. Til að byrja með þegar allt var lokað og búið að fresta deildunum vissi maður ekki neitt; hvorki hvernig þetta yrði eða hvenær. Það var erfitt til að byrja með þegar við máttum heldur ekki æfa sem lið. Það var erfitt að finna hvatninguna og fyrstu vikurnar sem maður æfði einn voru ekki spennandi. Síðan fór maður að kafa eftir hvatningu og náði að rífa sig í gang. Þetta hefur farið stígvaxandi síðan þá.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »