Skemmtilegar hliðar íslensks knattspyrnufólks

Ingibjörg Valgeirsdóttir hefur varið mark KR unfanfarin ár.
Ingibjörg Valgeirsdóttir hefur varið mark KR unfanfarin ár. mbl.is//Hari

Íþróttasíður Morgunblaðsins hafa undanfarnar vikur verið fylltar skemmtilegum viðtölum við knattspyrnumenn og -konur sem eru farin að horfa til Íslandsmótsins sem hefst bráðlega. Leikmenn hafa þar verið fengnir til að spá og spekúlera um sín eigin lið og önnur eins og tíðkast hefur í aðdraganda nýs móts.

Upphitun með slíku móti er flestum áhugamönnum íþrótta vel kunn og hún stendur fyrir sínu. Það er áhugavert að heyra í keppendum hljóðið áður en sparkað er í bolta og átta sig á hvaða væntingar menn hafa til sín sjálfs og liðsins. Gaman getur líka verið að rýna í þessa umfjöllun eftir á, sjá hverjir voru spávísir og skemmta sér yfir hverjir voru úti á þekju. Slík gleði er gjarnan kennd við Þórð nokkurn.

Hins vegar hefur ekki verið síður skemmtilegt að kynnast öðrum hliðum knattspyrnufólksins sem við fylgjumst með úr fjarlægð, jafnvel árum saman. Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður KR, er byrjuð að banka á dyr íslenska landsliðsins, jafnvel þótt hún hafi aldrei ætlað sér að verða markvörður. 

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert