1. sæti kvenna: Breiðablik

Agla María Albertsdóttir skoraði tólf mörk fyrir Breiðablik á Íslandsmótinu …
Agla María Albertsdóttir skoraði tólf mörk fyrir Breiðablik á Íslandsmótinu í fyrra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitli kvenna í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

Breiðablik hafnaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra en varð Íslandsmeistari í 17. skipti árið 2018 og vann bikarinn í tólfta skipti sama ár. Þjálfari liðsins er Þorsteinn Halldórsson og þetta er hans sjötta tímabil með liðið.

Í Morgunblaðinu í dag, 11. júní, er fjallað um lið Breiðablks og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Breiðablik byrjar Íslandsmótið á heimaleik gegn FH á laugardaginn kemur, 13. júní, sækir Selfyssinga heim í annarri umferð 18. júní og fær KR í heimsókn í þriðju umferðinni 23. júní.

Lið Breiðabliks 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARK:
  1 Sonný Lára Þráinsdóttir - 1986 - 182/0
26 Íris Dögg Gunnarsdóttir - 1989 - 86/0

VÖRN:
  5 Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 2002 - 0/0
  8 Heiðdís Lillýjardóttir - 1996 - 85/1
13 Ásta Eir Árnadóttir - 1993 - 112/5
14 Guðrún Gyða Haralz - 1999 - 15/1
18 Kristín Dís Árnadóttir - 1999 - 57/4
20 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - 2001 - 33/4
24 Hildur Þóra Hákonardóttir - 2001 - 11/0

MIÐJA:
  4 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir - 2003 - 1/0
  9 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 2001 - 63/7
11 Fjolla Shala - 1993 - 136/8
16 Alexandra Jóhannsdóttir - 2000 - 52/18
21 Hildur Antonsdóttir - 1995 - 135/23
22 Rakel Hönnudóttir - 1988 - 203/120
23 Vigdís Edda Friðriksdóttir - 1999 - 0/0
27 Selma Sól Magnúsdóttir - 1998 - 69/6
29 Andrea Rán Hauksdóttir - 1996 - 108/10

SÓKN:
  6 Þórhildur Þórhallsdóttir - 2003 - 25/2
  7 Agla María Albertsdóttir - 1999 - 78/30
10 Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 1992 - 181/125
17 Sveindís Jane Jónsdóttir - 2001 - 17/7
19 Esther Rós Arnarsdóttir - 1997 - 50/5

Ásta Eir og Fjolla eru í barneignafríi og Selma Sól er frá vegna meiðsla

Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti), Telma Ívarsdóttir (FH), Sólveig J. Larsen (Fylki), Ásta V. Guðlaugsdóttir (Keflavík), Kristjana Sigurz (ÍBV), Bryndís Gunnarsdóttir (Augnabliki), Elín Helena Karlsdóttir (Augnabliki) og Ísafold Þórhallsdóttir (Augnabliki) hefja tímabilið í láni.

Komnar:
11.6. Berglind Björg Þorvaldsdóttir frá AC Milan (Ítalíu) (úr láni)
23.2. Rakel Hönnudóttir frá Reading (Englandi)
22.2. Íris Dögg Gunnarsdóttir frá Aftureldingu
22.2. Hafrún Rakel Halldórsdóttir frá Aftureldingu
22.2. Sveindís Jane Jónsdóttir frá Keflavík
22.2. Vigdís Edda Friðriksdóttir frá Tindastóli
16.10. Guðrún Gyða Haralz frá HK/Víkingi (úr láni)

Farnar:
10.6. Berglind Baldursdóttir í Þór/KA
  6.6. Sóley María Steinarsdóttir í Þrótt R. (lán)
  4.6. Telma Ívarsdóttir í FH (lán - lék með Augnabliki 2019)
  3.6. Sólveig J. Larsen í Fylki (lán - var í láni hjá HK/Víkingi)
22.2. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir í Keflavík (lán)
22.2. Kristjana Sigurz í ÍBV (lán - lék með Augnabliki 2019)
22.2. Isabella Eva Aradóttir í HK
15.1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir í AC Milan (Ítalíu) (lán)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert