4. sæti karla: FH

Steven Lennon er aðalmarkaskorari FH-inga og er markahæstur erlendra leikmanna …
Steven Lennon er aðalmarkaskorari FH-inga og er markahæstur erlendra leikmanna í deildinni frá upphafi með 71 mark. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH er spáð fjórða sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

FH hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Félagið hefur átta sinnum orðið Íslandsmeistari á bilinu 2004 til 2016 og tvívegis orðið bikarmeistari, 2007 og 2010. Ólafur H. Kristjánsson er að hefja sitt þriðja tímabil sem þjálfari liðsins.

Í Morgunblaðinu í dag, 12. júní, er fjallað um lið FH og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

FH heimsækir HK í Kórinn í fyrstu umferð Íslandsmótsins á sunnudaginn kemur, 14. júní. FH-ingar fá ÍA í heimsókn 21. júní og leika síðan við Víking á útivelli í þriðju umferðinni 29. júní.

Lið FH 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Gunnar Nielsen - 1986 - 88/0
12 Vilhelm Þráinn Sigurjónsson - 2002 - 0/0
24 Daði Freyr Arnarsson - 1998 - 15/0

VARNARMENN:
  2 Hörður Ingi Gunnarsson - 1998 - 28/2
  4 Pétur Viðarsson - 1987 - 176/5
  5 Hjörtur Logi Valgarðsson - 1988 - 107/3
15 Þórður Þorsteinn Þórðarson - 1995 - 76/8
16 Guðmundur Kristjánsson - 1989 - 119/17
21 Guðmann Þórisson - 1987 - 126/8
23 Brynjar Ásgeir Guðmundsson - 1992 - 84/6
30 Arnar Sigþórsson - 2001 - 0/0
33 Haukur Leifur Eiríksson - 2002 - 0/0

MIÐJUMENN:
  6 Daníel Hafsteinsson - 1999 - 40/4
  8 Baldur Sigurðsson - 1985 - 251/55
10 Björn Daníel Sverrisson - 1990 - 130/35
22 Róbert Thor Valdimarsson - 2004 - 0/0
25 Einar Harðarson - 2001 - 0/0
26 Baldur Logi Guðlaugsson - 2002 - 1/0
29 Þórir Jóhann Helgason - 2000 - 17/1
34 Logi Hrafn Róbertsson - 2004 - 1/0

SÓKNARMENN:
  7 Steven Lennon - 1988 - 147/71
  9 Jónatan Ingi Jónsson - 1999 - 35/3
11 Atli Guðnason - 1984 - 274/66
13 Kristján Gauti Emilsson - 1993 - 37/6
14 Morten Beck Guldsmed - 1988 - 29/14
27 Jóhann Ægir Arnarsson - 2002 - 0/0
35 Óskar Atli Magnússon - 2002 - 0/0

Brynjar Ásgeir verður ekkert með vegna meiðsla.

Komnir:
  3.6. Hörður Ingi Gunnarsson frá ÍA
  3.6. Vuk Oskar Dimitrijevic frá Leikni R. (lánaður aftur í Leikni R.)
13.3. Daníel Hafsteinsson frá Helsingborg (Svíþjóð) (lán)
22.2. Baldur Sigurðsson frá Stjörnunni
16.10. Einar Örn Harðarson frá Fjölni (úr láni)
Kristján Gauti Emilsson frá Nijmegen (Hollandi) (lék síðast 2015)

Farnir:
  5.6. Kristján Ólafsson í Njarðvík (lán)
  3.6. Ásgeir Marinó Baldvinsson í Þór
  7.3. Leó Kristinn Þórisson í Þrótt V.
26.2. Geoffrey Castillion í Persib Bandung (Indónesíu) (var í láni hjá Fylki)
22.2. Kristinn Steindórsson í Breiðablik
22.2. Halldór Orri Björnsson í Stjörnuna
22.2. Vignir Jóhannesson í Stjörnuna
28.1. Jákup Thomsen í Midtjylland (Danmörku) (úr láni)
18.1. Brandur Olsen í Helsingborg (Svíþjóð)
Davíð Þór Viðarsson, hættur
Cedric D'Ulivo

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert