1. sæti karla: Valur

Kristinn Freyr Sigurðsson, Patrick Pedersen og Sebastian Hedlund fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum …
Kristinn Freyr Sigurðsson, Patrick Pedersen og Sebastian Hedlund fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum með Val haustið 2018. Endurtaka þeir leikinn í ár? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitli karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu á þriðjudaginn.

Valsmenn höfnuðu í sjötta sæti deildarinnar í fyrra eftir að hafa unnið hana tvö ár í röð á undan. Valur varð Íslandsmeistari í 22. skipti árið 2018 og félagið hefur ellefu sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2016. Heimir Guðjónsson var ráðinn þjálfari Vals síðasta haust í stað Ólafs Jóhannessonar.

Í Morgunblaðinu í dag, 12. júní, er fjallað um lið Vals og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Valsmenn hefja Íslandsmótið á heimavelli annað kvöld, laugardagskvöldið 13. júní, með leik gegn Íslandsmeisturum KR. Þeir eiga síðan tvo leiki í röð á útivelli, gegn Gróttu á Seltjarnarnesi 20. júní og gegn HK í Kórnum 28. júní.

Lið Vals 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Hannes Þór Halldórsson - 1984 - 166/0
12 Torfi Geir Halldórsson - 2004 - 0/0
25 Sveinn Sigurður Jóhannesson - 1995 - 10/0

VARNARMENN:
  2 Birkir Már Sævarsson - 1984 - 96/6
  3 Ívar Örn Jónsson - 1994 - 96/12
13 Rasmus Christiansen - 1989 - 123/3
20 Orri Sigurður Ómarsson - 1995 - 77/2
21 Magnus Egilsson - 1994 - 0/0
23 Eiður Aron Sigurbjörnsson - 1990 - 143/7
24 Valgeir Lunddal Friðriksson - 2001 - 12/0
26 Sigurður Dagsson - 2002 - 0/0
27 Kári Daníel Alexandersson - 2003 - 0/0

MIÐJUMENN:
  4 Einar Karl Ingvarsson - 1993 - 104/10
  5 Birkir Heimisson - 2000 - 0/0
  6 Sebastian Hedlund - 1995 - 29/0
  7 Haukur Páll Sigurðsson - 1987 - 212/31
10 Kristinn Freyr Sigurðsson - 1991 - 156/33
19 Lasse Petry - 1992 - 12/3
71 Ólafur Karl Finsen - 1992 - 131/32

SÓKNARMENN:
  9 Patrick Pedersen - 1991 - 83/55
11 Sigurður Egill Lárusson - 1992 - 146/31
14 Aron Bjarnason - 1995 - 113/24
17 Andri Adolphsson - 1992 - 115/11
77 Kaj Leo i Bartalsstovu - 1991 - 64/4

Kári Daníel byrjar tímabilið í láni hjá Njarðvík.

Komnir:
  5.6. Aron Bjarnason frá Újpest (Ungverjalandi) (lán)
27.2. Magnus Egilsson frá HB (Færeyjum)
25.2. Birkir Heimisson frá Heerenveen (Hollandi)
16.10. Rasmus Christiansen frá Fjölni (úr láni)

Farnir:
  5.6. Garðar B. Gunnlaugsson í Kára
  5.6. Kári Daníel Alexandersson í Njarðvík (lán)
22.2. Aron Elí Sævarsson í Aftureldingu (var í láni hjá Þór)
22.2. Anton Ari Einarsson í Breiðablik
22.2. Bjarni Ólafur Eiríksson í ÍBV
22.2. Sindri Björnsson í Grindavík (var í láni hjá ÍBV)
Kristinn Ingi Halldórsson
Emil Lyng

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert