Einstaklingsgæði Blika skildu á milli liðanna

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö marka Breiðabliks í Eyjum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö marka Breiðabliks í Eyjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik vann sannfærandi 4:0 sigur á ÍBV á Hásteinsvelli í kvöld í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu.

Breiðablik hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína og ekki fengið á sig mark en markatala liðsins er 15:0. ÍBV tapaði sínum fjórða leik í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik tímabilsins og er því enn með aðeins 3 stig.

Berglind Björg Þorvaldsdóttirskoraði fyrsta mark leiksins eftir 22 mínútur en markið var gegn gangi leiksins því Eyjakonur byrjuðu leikinn að miklum krafti. Alexandra Jóhannsdóttir bætti svo öðru marki Blika við rétt fyrir hálfleik en Alexandra skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Berglind Björg bætti við sínu öðru marki þegar hún kom Blikum í 3:0 á 64. mínútu og var það síðan Alexandra sem var aftur á ferðinni þegar hún skoraði fjórða mark Blika á 72. mínútu og sannfærandi sigur Blika staðreynd. 

Það voru Eyjakonur sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru sterkari aðilinn til að byrja með og hefðu hæglega getað skorað áður en Berglind Björg fékk fyrsta færi Blika eftir rúmmlega 20 mínútna leik og þar með snérist leikurinn og Blikar höfðu yfirhöndina það sem eftir lifði leiks.

Þessi leikur var sá fyrsti hjá Breiðablik í Pepsi Max deildinni eftir að þær komu í sóttkví og því eðlilega örlítið ryðgaðar á upphafsmínútunum þrátt fyrir að vera búnar að spila einn bikarleik fyrir þennan leik. Vörn Blika hefur litið ansi vel út í sumar og hélt því áfram í leiknum í kvöld en Blikar hafa ekki enn fengið mark á sig í deildinni og verður það að teljast vænlegt til árangurs. Liðið lítur mjög vel út enda með frábæra sóknarlínu og eins og fyrr segir hrikalega öfluga vörn og sést það best í því að þær hafa ekki enn tapað stigum í deildinni.

Það sem skildi liðin af í þessum leik voru einstaklingsgæði Blika fram á við en Berglind Björg sýndi það í leiknum að hún þarf ekki mörg færi til þess að skora og jafnframt var Alexandra Jóhannsdóttir frábær í leiknum og stýrði miðjuspili Blika eins og herforingi.

ÍBV hefur ekki unnið leik í deildinni síðan í fyrstu umferð þegar þær sigruðu Þrótt. Spilamennska liðsins í byrjun móts var ekki góð en það sést greinilega á leik liðsins að þær eru að taka framförum og ef það heldur áfram eiga þær góða von á að safna nóg af stigum í viðbót. En Andri Ólafsson þjálfari liðsins hefur nýverið breytt um leikkerfi og spilar með fimm manna varnarlínu sem hentar liðinu mjög vel.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

ÍBV 0:4 Breiðablik opna loka
90. mín. Hanna Kallmaier (ÍBV) á skot framhjá Úr aukaspyrnu.
mbl.is