Framlengdi á Akureyri

Sveinn Margeir Hauksson í leik með Akureyringum síðasta vetur.
Sveinn Margeir Hauksson í leik með Akureyringum síðasta vetur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnukappinn Sveinn Margeir Hauksson hefur framlengt samning sinn við KA en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag.

Samningurinn er til næstu þriggja ára og gildir út sumarið 2023 en Sveinn Margeir er 18 ára gamall miðjumaður sem kom til félagsins frá Dalvík/Reyni síðasta haust.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komið við sögu í fjórtán leikjum með KA í sumar, þar af tólf í efstu deild.

Þetta eru frábærar fréttir enda Sveinn gríðarlega efnilegur og öflugur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu KA-manna.

mbl.is