Mér líður ömurlega

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Lina Hurtig eigast við í kvöld.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Lina Hurtig eigast við í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er mjög súr og svekkt. Okkur líður eins og við höfum tapað. Þetta byrjaði þokkalega og svo náðum við stjórn á leiknum en við náðum ekki að klára þetta,“ sagði svekkt Lina Hurtig leikmaður sænska landsliðsins í fótbolta við SVT eftir 1:1-jafntefli við Ísland á Laugardalsvelli í undankeppni EM. 

Svíþjóð komst yfir með marki Önnu Anvegård á 33. mínútu en Elín Metta Jensen jafnaði á 61. mínútu og þar við sat. Kom mark Elínar eftir langt innkast frá Sveindísi Jane Jónsdóttur þar sem Hurtig missti af boltanum í teignum. 

„Ég missti af boltanum. Það er það sem gerðist. Ég ætlaði að hreinsa en það tókst ekki og mér líður ömurlega,“ sagði Hurtig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert