Áfram í Hafnarfirðinum

Guðmann Þórisson verður áfram í herbúðum FH.
Guðmann Þórisson verður áfram í herbúðum FH. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Guðmann Þórisson hefur framlengt samning sinn við FH um eitt ár. Guðmann, sem er 33 ára, spilaði fjórtán leiki með FH í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð.

„Við FH-ingar þekkjum Guðmann vel enda hefur hann spilað hátt í 80 leiki fyrir FH í deild og bikar. Guðmann átti frábært tímabil í ár og er því mikill fengur að hafa tryggt sér krafta hans áfram," segir á Facebook-síðu FH.

Varnarmaðurinn er uppalinn hjá Breiðabliki en hann lék fyrst með FH frá 2012 til 2015 áður en hann hélt norður og lék með KA í þrjú ár. Þaðan lá leiðin aftur í Kaplakrikann fyrir sumarið 2019.

mbl.is