Íslandsmeistari framlengdi í Kópavogi

Heiðdís Lillýjardóttir verður áfram í Kópavoginum næstu árin.
Heiðdís Lillýjardóttir verður áfram í Kópavoginum næstu árin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varnarmaðurinn Heiðdýs Lillýardóttir hefur framengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins á dögunum.

Samningur hennar er til næstu tveggja ára og gildir til ársins 2023 en hún gekk til liðs við Breiðablik frá Selfossi árið 2016.

Heiðdís, sem er fædd árið 1996, lék fjórtán leiki með Breiðabliki í úrvalsdeildinni í sumar en liðið var úrskurðaður Íslandsmeistari þegar keppni var hætt á Íslandsmótinu í október.

Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með Blikum og einu sinni bikarmeistari á tíma sínum í Kópavoginum.

Hún á að baki 99 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Selfossi þar sem hún hefur skorað eitt mark og þá á hún að baki 19 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Það eru frábær tíðindi fyrir Blika að hafa Heiðdísi áfram í herbúðum félagsins,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert