Penninn á lofti í Kópavogi

Elfar Freyr Helgason, til vinstri, ásamt Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara …
Elfar Freyr Helgason, til vinstri, ásamt Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara liðsins. Ljósmynd/Blikar.is

Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik en þetta kom fram á samfélagsmiðlum félagsins.

Elfar Freyr er 31 árs gamall en hann er uppalinn í Kópavoginum og lék sinn fyrsta meistraraflokksleik fyrir félagið árið 2008, þá 19 ára gamall.

Miðvörðurinn á að baki 174 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað fimm mörk en hann hefur einnig leikið með AEK Aþenu, Stabæk,l Randers og Horsens á atvinnumannaferli sínum.

Elfar er fjórði leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi með 284 mótsleiki en hann varð bikarmeistari með liðinu árið 2009 og Íslandsmeistari 2010.

Elfar lék alla átján leiki Breiðabliks í úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, í sumar en liðið var í þriðja sæti þegar keppni var hætt á Íslandsmótinu.

mbl.is