Kominn til Víkings frá Kaupmannahöfn

Kristall Máni Ingason í leik með Víkingi síðasta sumar.
Kristall Máni Ingason í leik með Víkingi síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingur í Reykjavík hefur gert þriggja ára samning við knattspyrnumanninn unga Kristal Mána Ingason sem lék með liðinu á síðasta keppnistímabili sem lánsmaður frá FC Köbenhavn.

Kristall, sem verður 19 ára síðar í þessum mánuði, er uppalinn hjá Fjölni, en fór kornungur þaðan til Danmerkur. Hann vann sér fast sæti í Víkingsliðinu og lék 15 af 18 leikjum þess í úrvalsdeildinni og skoraði eitt mark. Kristall Máni á að baki 30 leiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is