Kórdrengir gerðu góða ferð norður

Albert Brynjar Ingason skoraði fyrir Kórdrengi.
Albert Brynjar Ingason skoraði fyrir Kórdrengi.

Kórdrengir unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í 2. riðli í Lengjubikar karla í fótbolta. Liðið gerði þá góða ferð til Akureyrar og vann Þór, 3:1, í Boganum. 

Þórir Rafn Þórisson kom Kórdrengjum yfir á 30. mínútu og var staðan í hálfleik 1:0. Guðni Sigþórsson jafnaði metin fyrir Þórsara á 61. mínútu en Kórdrengir, sem leika í fyrsta skipti í 1. deild á komandi leiktíð, voru sterkari á lokakaflanum. 

Albert Brynjar Ingason kom Kórdrengjum í 2:1 á 71. mínútu og Loic Ondo innsiglaði sigur Kórdrengja á 84. mínútu. Kórdrengir eru með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins en Þór er á botninum án stiga.

mbl.is