Landsleikurinn gegn Ítalíu sýndur á youtuberás KSÍ

Elín Metta Jensen, Sveindís Jane Jónsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og …
Elín Metta Jensen, Sveindís Jane Jónsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir fagna marki gegn Svíþjóð síðastliðið haust. Eggert Jóhannesson

Vináttulandsleikur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Ítalíu sem fer fram ytra á morgun verður sýndur í beinni útsendingu á youtuberás Knattspyrnusambands Íslands.

KSÍ tilkynnti þetta á facebooksíðu sambandsins í morgun.

Leikurinn hefst á morgun klukkan 14 að íslenskum tíma.

Youtuberás KSÍ er að finna hér.

mbl.is