Þorvaldur þjálfar Stjörnuna

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Skapti Hallgrímsson

Þorvaldur Örlygsson mun einn þjálfa karlalið Stjörnunnar í knattspyrnu eftir að Rúnar Páll Sigmundsson sagði starfi sínu lausu í dag.

Þorvaldur kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar fyrir tímabilið og var búinn að vera meðþjálfari Rúnars Páls frá því í haust, í sambærilegu fyrirkomulagi og á síðasta tímabili þegar Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll þjálfuðu liðið saman.

Þorvaldur verður því áfram þjálfari Stjörnunnar og mun einn leiða liðið þegar það heimsækir Keflavík í annarri umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudag og út þetta tímabil hið minnsta.

Samkvæmt heimildum mbl.is skilja Rúnar Páll og Stjarnan í góðu.

Ekki náðist í Rúnar Pál sjálfan við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert