Þetta er beint af æfingasvæðinu

Tindastóll vann sinn fyrsta leik í efstu deild í dag.
Tindastóll vann sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

„Við komum bara í þennan leik og ætluðum sækja þrjú stig, við vorum svekktar að fá bara eitt stig í seinasta leik og svo frestaðist seinasti leikur þannig að við vorum bara alveg klárar í að berjast fyrir þremur stigum í dag,“ sagði María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, í samtali við mbl.is eftir 2:1-sigur á ÍBV á heimavelli í dag. 

Tindastóll gerði 1:1 jafntefli gegn Þrótti Reykjavík í seinasta leik sem þær spiluðu en spiluðu mun betur í dag. María var spurð að því hvað Tindastóll gerði betur í þessum leik gegn ÍBV.


„Við vorum að pressa betur og við náðum að tengja miðjuspilið betur og náðum að setja boltann í gegnum vörnina hjá andstæðingnum og við vorum bara að vinna þessa 50/50 bolta sem við viljum vinna. Við erum „physical“ lið og við bara sýndum það í dag.“

María Dögg skoraði fyrsta mark Tindastóls í leiknum og jafnframt sitt fyrsta mark í efstu deild. „Það var bara óraunverulegt að skora, mann er búið dreyma þetta og ég fann á mér fyrir aukaspyrnuna að ég ætlaði að hlaupa nær og taka þennan bolta sem væri að koma.

Við erum búnar að vera að æfa þetta, þetta er bara beint af æfingasvæðinu,“ sagði María Dögg Jóhannesdóttir hress eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert