Eiga íslensku liðin möguleika?

FH-ingar fögnuðu tveimur mörkum frá Steven Lennon á Írlandi á …
FH-ingar fögnuðu tveimur mörkum frá Steven Lennon á Írlandi á fimmtudagskvöldið þegar þeir unnu Sligo Rovers 2:1. Ljósmynd/Inpho Photography

Eiga Valur, FH og Breiðablik möguleika á að komast lengra en í aðra umferðina í Sambandsdeild karla í fótbolta?

Við fyrstu sýn eru mótherjarnir óárennilegir. Valur og FH mæta norsku Íslendingaliðunum Bodö/Glimt og Rosenborg og Breiðablik mætir Austria Vín frá Austurríki.

Íslensk lið hafa aldrei slegið norsk út úr Evrópukeppni og stundum fengið slæma skelli gegn þeim. Skemmst er að minnast þess að Blikar voru 4:0 undir gegn Rosenborg eftir hálftíma fyrir ári síðan, töpuðu reyndar „aðeins“ 4:2, og töpuðu áður 5:0 fyrir þeim í Þrándheimi. Molde lék KR grátt, 7:1, fyrir tveimur árum.

Íslensk og norsk félög hafa mæst ellefu sinnum í Evrópumótunum og þau norsku alltaf haft betur. Sigurleikir norskra liða eru sextán gegn tveimur í 21 viðureign. Blikar unnu heimaleik sinn gegn Rosenborg árið 2011 eftir að hafa tapað illa úti og Valur lagði Rosenborg 1:0 í fyrri leik liðanna 2018 en tapaði seinni leiknum 3:1 eftir mikla dramatík á lokamínútunum í Þrándheimi.

Lið frá Austurríki ættu að vera of sterk fyrir íslenska andstæðinga, allavega ef tekið er mið af liði Salzburg sem hefur gert það gott í Evrópumótunum, en er reyndar með mikla yfirburði í landinu. Hins vegar eiga íslensk félög ágæta sögu gegn austurrískum í Evrópuleikjum og önnur lið en Salzburg hafa átt erfitt uppdráttar.

Svo má ekki gleyma því að Breiðablik sló út austurríska liðið Sturm Graz árið 2013 með fræknum 1:0-útisigri eftir markalaust jafntefli á Kópavogsvelli.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert