Belginn farinn frá KA

Jonathan Hendrickx í sínum síðasta leik með KA í kvöld.
Jonathan Hendrickx í sínum síðasta leik með KA í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Belgíski knattspyrnumaðurinn Jonathan Hendrickx hefur leikið sinn síðasta leik með KA en hann kom til félagsins fyrir leiktíðina. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, staðfesti tíðindin við mbl.is í kvöld.

Hendrickx lék níu leiki með KA í Pepsi Max-deildinni og skoraði í þeim eitt mark. Hann hefur áður leikið með Breiðabliki og FH hér á landi.

Í 87 deildarleikjum á Íslandi hefur belgíski bakvörðurinn skorað þrjú mörk. Hann lék sinn síðasta leik í 2:1-sigrinum á Keflavík í kvöld. 

mbl.is