Vestri og ÍA fengu heimaleiki í undanúrslitum

Bikarmeistararnir í Víkingi unnu Fylki í kvöld og fara vestur …
Bikarmeistararnir í Víkingi unnu Fylki í kvöld og fara vestur á firði í undanúrslitum. mbl.is/Unnur Karen

Dregið var í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í kvöld að loknum leikjunum fjórum í 8-liða úrslitum. 

ÍA fær Keflavík í heimsókn á Skagann og núverandi bikarmeistarar hjá Víkingi Reykjavík fara vestur á firði og leika gegn Vestra. 

Vestri er eina liðið utan úrvalsdeildarinnar sem enn er með í keppninni en liðið er í 6. sæti í Lengjudeildinni. 

Áætlað er að leikirnir fari fram helgina 2. og 3. október. Leikurinn á Skaganum verði á laugardegi og leikurinn á Ísafirði á sunnudegi. 

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur fer með sína upp á …
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur fer með sína upp á Skaga þar sem hann lék eitt tímabil sem leikmaður. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is