„Þurfum að halda ungu strákunum á jörðinni“

Ingvar Jónsson hefur farið á kostum með Víkingum í undnaförnum …
Ingvar Jónsson hefur farið á kostum með Víkingum í undnaförnum leikjum. mbl.is/Bjarni Helgason

„Þetta verður spennandi vika og það verður gaman að sjá hvernig Arnar þjálfari setur þetta upp,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður og bjargvættur Víkinga í sigri þeirra á KR á sunnudaginn, en eftir úrslit 21. umferðarinnar geta þeir tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 30 ár með því að vinna Leikni á heimavelli í lokaumferðinni.

„Við erum með gríðarlega reynslumikla menn í okkar liði og nú er mikilvægt að við eldri leikmennirnir stýrum þessu, reynum að halda ungu leikmönnunum á jörðinni og við efnið. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur á laugardaginn, ég á ekki von á öðru. Engin skemmtiganga í garðinum. Leiknismenn eru með mjög gott lið og hafa staðið sig frábærlega í sumar. Auðvitað verður mikið undir og eðlilegt að menn verði örlítið stressaðir en ég á von á að við höndlum það,“ sagði Ingvar við Morgunblaðið í gær þegar hann var búinn að ná áttum eftir atburðarás sunnudagsins þegar hann varði vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar á lokasekúndum uppbótartímans og tryggði Víkingum 2:1 sigur á meðan Blikar töpuðu fyrir FH.

Skrifað handritið sjálfir

„Þessi leikur var algjör bilun og án efa einn þeirra leikja sem maður á eftir að muna alla sína ævi. Þetta er nánast ólýsanlegt og eins og við hefðum skrifað handritið sjálfir. Fáum á okkur víti þegar nokkrar sekúndur voru eftir og mér tókst að verja það. Maður meðtók heldur ekki úrslitin í Kaplakrika alveg strax og pældi ekki mikið í því á meðan okkar leikur var í gangi. En ég heyrði frá mínum mönnum fyrir aftan markið að Blikarnir væru enn undir og þar með varð maður enn einbeittari,“ sagði Ingvar.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert