Stjórn KSÍ barst erindi frá aðgerðasinnum

Aron Einar Gunnarsson er ekki í íslenska landsliðshópnum.
Aron Einar Gunnarsson er ekki í íslenska landsliðshópnum. Ljósmynd/Heri

Stjórn KSÍ barst tölvupóstur frá aðgerðahópnum Öfgum 27. september. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá 30. september.

Málefni tölvupóstsins var tekið fyrir á stjórnarfundinum 30. september en fundinn sátu Gísli Gíslason varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ, Ingi Sigurðsson, Orri Hlöðversson, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Öfgar eru aðgerðasamtök sem berjast fyrir réttindum kvenna en málefni tölvupóstsins var flokkað sem trúnaðarmál á stjórnarfundinum.

Það vakti mikla athygli í gær þegar Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands undanfarinn áratug, var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM sem fram fara í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert