Strákarnir skelltu Slóvenum

Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson eru samherjar hjá …
Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson eru samherjar hjá FC Köbenhavn og þeir skoruðu mörk Íslands í dag. Ljósmynd/Magnús Agnar

Íslensku strákarnir í U19 ára landsliðinu í knattspyrnu fóru vel af stað í undanriðli Evrópukeppninnar í sínum aldursflokki í dag þegar þeir sigruðu Slóvena á þeirra heimavelli í  Gornja Radgona, 3:1.

Íslenska liðið fékk sannkallaða óskabyrjun því Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Köbenhavn í Danmörku, skoraði strax á fyrstu mínútu.

Orri Steinn Óskarsson, félagi hans hjá danska liðinu, bætti við marki á 19. mínútu eftir sendingu frá fyrirliðanum Daniel Dejan Djuric, leikmanni Midtjylland í Danmörku, 2:0.

Slóvenar minnkuðu muninn á 53. mínútu þegar Nemanja Gavric skoraði, 2:1, en aðeins tveimur mínútum síðar var Orri aftur á ferð með sitt annað mark, 3:1.

Ísland, undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, mætir Ítalíu á sunnudaginn en Ítalir eru að spila við Litháen þessa stundina. Ísland leikur síðan við Litháen næsta miðvikudag en leikirnir fara allir fram í Slóveníu.

Þrjú efstu lið riðilsins leika áfram í A-deild undankeppninnar næsta vor, þegar leikið verður um sæti í úrslitakeppninni, en neðsta liðið fellur niður í B-deild.

Byrjunarlið Íslands í dag skipuðu eftirtaldir leikmenn:

Mark:
Pálmi Rafn Arinbjörnsson, Wolves
Vörn:
Jakob Franz Pálsson, Venezia
Logi Hrafn Róbertsson, FH
Kári Daníel Alexandersson, Gróttu
Arnar Númi Gíslason, Breiðabliki
Miðja:
Daniel Dejan Djuric, Midtjylland
Kristófer Jónsson, Venezia
Kristian Nökkvi Hlynsson, Ajax
Sókn:
Óli Valur Ómarsson, Stjörnunni
Orri Steinn Óskarsson, FC Köbenhavn
Hákon Arnar Haraldsson, FC Köbenhavn
Varamenn sem komu inná:
Kjartan Kári Halldórsson,  Gróttu
Ari Sigurpálsson, Bologna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert