Rétt hugarfar lykillinn að árangri gegn Kýpur

Sveindís Jane Jónsdóttir og samherjar hennar í íslenska kvennalandsliðinu taka …
Sveindís Jane Jónsdóttir og samherjar hennar í íslenska kvennalandsliðinu taka á móti Kýpur í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir afar mikilvægt að Ísland mæti til leiks af fullum krafti þegar liðið fær Kýpur í heimsókn, í C-riðli undankeppni HM 2023, á Laugardalsvöll í kvöld.

Ísland er með 3 stig í fjórða og næstneðsta sæti riðilsins eftir tvo spilaða leiki en Evrópumeistarar Hollands eru í efsta sætinu með 7 stig. Tékkland kemur þar á eftir með 4 stig, Hvíta-Rússland er með 3 stig og Kýpur án stiga í neðsta sætinu.

Íslenska liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands á Laugardalsvelli, 0:2, en vann svo 4:0-stórsigur gegn Tékklandi í öðrum leik sínum sem fram fór á föstudaginn í síðustu viku á Laugardalsvelli.

Á sama tíma hefur Kýpur leikið þrjá leiki í undankeppninni til þessa; gegn Hvíta-Rússlandi, Tékklandi og Hollandi. Kýpur tapaði 1:4-gegn Hvíta-Rússlandi 17. september í Minsk í Hvíta-Rússlandi og svo 0:8-gegn Tékklandi í Liberec í Tékklandi 21. september. Kýpverjar töpuðu svo 0:8-gegn Hollandi í Lárnaka á Kýpur á föstudaginn í síðustu viku.

Kýpverska liðið er sem stendur í 126. sæti heimslista FIFA og hefur aldrei verið neðar á listanum en einmitt núna. Liðið hefur verið í 126. sæti frá því í júní á þessu ári en besti árangur liðsins á heimslistanum er 93. sæti árið 2017. 

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert