Færeyskur markaskorari til Keflvíkinga

Patrik Johannesen í búningi Keflvíkinga.
Patrik Johannesen í búningi Keflvíkinga. Ljósmynd/Knattspyrnudeild Keflavíkur

Keflvíkingar hafa fengið til sín færeyska knattspyrnumanninn Patrik Johannesen en hann kemur til þeirra frá norska C-deildarliðinu Egersund.

Patrik er 26 ára gamall og skoraði 13 mörk í 21 leik fyrir Egersund á síðasta tímabili, og hann lék einnig í Noregi í hálft annað ár fyrir nokkru en var síðan leikmaður KÍ Klaksvík 2019 og 2020. Hann er frá Tvöreyri á Suðurey og lék þar með TB og Suðuröy en síðan AB og B36 í Þórshöfn.

Patrik hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Færeyjar en hann er sóknar- eða kantmaður.

mbl.is