Hafa sett mikinn svip á íslenskan fótbolta

Ríkharður Jónsson fremstur í flokki á góðri stundu með eldri …
Ríkharður Jónsson fremstur í flokki á góðri stundu með eldri og yngri Skagamönnum. mbl.is/Golli

Þeir spila sinn þúsundasta leik í efstu deild í dag, þessir gulu og glöðu á Akranesi, þegar þeir taka á móti hinum létt leikandi Blikum í Bestu deild karla í fótboltanum.

Frá árinu 1951 þegar Rikki Jóns og félagar slógu í gegn og gerðu ÍA að Íslandsmeistara í fyrsta skipti hafa Skagamenn sett mikinn svip á íslenskan fótbolta.

Þeir urðu átján sinnum Íslandsmeistarar á fimmtíu árum og hafa átt mörg af sterkustu liðum Íslandssögunnar, þar sem meistaraliðið 1993 stendur upp úr.

Erlendis vakti litli fiskibærinn Akranes mikla athygli fyrir þann fjölda fótboltamanna sem þaðan komu og urðu atvinnumenn.

Fyrsta Íslandsmótið sem ég fylgdist með, tíu ára gamall, var 1970 þegar Skagamenn stóðu uppi sem meistarar eftir úrslitaleik í Keflavík þar sem Guðjón Guðmundsson skoraði sigurmarkið. Þetta drakk maður í sig úr Tímanum austur á fjörðum og myndin af Guðjóni skora markið situr föst í minninu.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert