Snýr aftur á völlinn á Selfossi

Anna María Friðgeirsdóttir í leik með Selfossi.
Anna María Friðgeirsdóttir í leik með Selfossi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna María Friðgeirsdóttir, einn reyndasti leikmaður Selfossliðsins í knattspyrnu undanfarin ár, er væntanleg aftur eftir meiðsli og hefur skrifað undir nýjan samning um að leika með liðinu út þetta tímabil.

Anna María hefur verið frá keppni vegna meiðsla í vetur og vor en hún á leikjamet Selfyssinga í efstu deild, sem er 135 leikir, og hún hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár. 

Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfyssinga segir í tilkynningu frá félaginu að Anna komi með mikla reynslu inn í hópinn á ný, og endalaust hjarta fyrir liðinu og félaginu.

mbl.is