Vill sameina Keflavík og Njarðvík

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur kallað eftir því að suðurnesjaliðin Keflavík og Njarðvík sameinist í eitt lið í framtíðinni.

Þetta kom fram í viðtali hans við fótbolta.net í gær eftir 1:4-tap Keflvíkinga gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á HS Orku-vellinum í Keflavík.

Eins og áður sagði leikur Keflavík í Bestu deildinni sem er jafnframt efsta deild Íslandsmótsins en Njarðvík er í 2. deildinni og voru úrslitin í gær því afar óvænt.

„Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu,“ sagði Sigurður Ragnar í samtali við fótbolta.net eftir leikinn í gær.

„Ég kíkti upp í stúku fyrir leik og sá að hún var full sem var frábært. Ég held að framtíðin sé að þessi tvö félög verði eitt félag og að stúkan verði full á öllum leikjum,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert