Vitum að við getum gert betur

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Í heildina vorum við ekki góðir í dag,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir 0:4 tap gegn KR í Bestu deild karla í fótbolta á Meistaravöllum í dag. 

„ Það er búið að vera dúndur kraftur í okkur og góður andi síðustu vikurnar þannig maður setti kröfur í dag. Við vorum hinsvegar aðeins „off“ í baráttu og kraft í dag, og gæðum líka. Þannig þetta var svekkjandi tap þar sem við fengum okkar færi. 

Mörk breyta leikjum og við fengum dauðafæri snemma leiks og þeir refsa okkur síðan með sínu fyrsta færi. En eins og ég segi þá í heildina vorum við ekki góðir í dag. 

Við erum vonsviknir í klefa því við vitum að við getum gert betur. Hefðum getað verið bæði grimmari í baráttunni og kraftmeiri. Það vantaði hugrekki í liðið í dag.“

Þurfum að læra af þessu. 

„Síðustu leikir eru búnir að vera flottir hjá okkur. Það hefur verið svakalegur kraftur og góður taktur í þessu hjá okkur en það vantaði upp á það í dag. Í síðustu leikjum höfum við sýnt hörku frammistöðu en hún var ekki til staðar í dag.

Við verðum að læra af því og passa upp á að það gerist ekki aftur af því við erum í dúndurbaráttu og höfum verið að njóta þess að spila þennan kraftmikla fótbolta sem við höfum verið að gera. Þannig við mætum í vinnu á mánudaginn og byrjum upp á nýtt,“ sagði Hermann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert