Þetta var bara geggjað

Íris Dögg Gunnarsdóttir í leik gegn Val á tímabilinu.
Íris Dögg Gunnarsdóttir í leik gegn Val á tímabilinu. mbl.is/Óttar Geirsson

„Mér liður ótrúlega vel, þetta var bara geggjað," sagði Íris Dögg Gunnarsdóttir sem var verðskuldað valin maður leiksins af Þrótturum á Þróttaravelli í kvöld eftir 3:0 sigri Þróttar á Selfossi.

Selfoss var um tíma að herja á mark Þróttar og þurfti Íris að lámarki þrisvar að mæta leikmanni í einum á móti einum í leiknum.

„Mér leið bara eins og vanalega maður tekur þetta bara á reynslunni. Maður veit aldrei hvað gerist en maður vonar bara að maður sé búin að æfa nóg og undirbúa sig vel,“ sagði Íris en hún á 116 leiki í efstu deild og 241 KSÍ-leiki og er 31 árs gömul.

Íris var kölluð út í landsliðið á EM á Englandi vegna þess að meiðsli komu upp hjá tveimur landsliðsmarkmönnum. Þá var hún var stödd í æfingaferð með Þrótti í Slóveníu. „Það var bara æði að vera kölluð, þetta var reynsla sem maður gleymir ekki," sagði Íris um landsliðsævintýrið.

Já það er bara geggjað, gaman að það sé hugsað um mann," sagði Íris en erfitt hefði verið að líta framhjá frábæri frammistöðu hennar í kvöld en hún hélt hreinu sem þýðir það að Selfoss hefur núna ekki skoraði mark í fimm leikjum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert