Úr Grafarvogi til Grindavíkur

Momolaoluwa Adesanmi í leik með Fjölni síðasta sumar.
Momolaoluwa Adesanmi í leik með Fjölni síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Nígeríska knattspyrnukonan Momola Adesanmi er gengin til liðs við Grindavík en hún lék með Fjölni á síðasta tímabili.

Adesanmi er 24 ára gömul og leikur ýmist sem varnar- eða miðjumaður. Hún lék áður með háskólaliði Missouri í Bandaríkjunum.

Hún lék sextán af átján leikjum Fjölnis í 1. deildinni en Grafarvogsliðið féll úr deildinni. Grindavík hafnaði í sjöunda sæti af tíu liðum í deildinni.

mbl.is