Snýst ekki um einstaka leiki

Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska landsliðinu í síðasta skipti.
Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska landsliðinu í síðasta skipti. Ljósmynd/Alex Nicodim

Arnar Þór Viðarsson var í dag rekinn frá störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta, en hann tók við starfinu í desember árið 2020.

Mbl.is ræddi við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, vegna ákvörðunarinnar í dag. Hún viðurkenndi að 0:3-ósigurinn gegn Bosníu á útivelli hafi haft áhrif á þá ákvörðun að víkja Arnari frá störfum.

„Hann hafði áhrif, það er ekki hægt að segja neitt annað. En hann var ekki eini áhrifavaldurinn,“ sagði Vanda. Síðasti leikur Arnars við stjórn var þó 7:0-útisigur á Liechtenstein á sunnudag, sem er stærsti sigur íslenska liðsins frá upphafi í mótsleik.

„Þetta snýst ekki um einstaka leiki og ég skil af hverju fólk er að spá út í tímasetninguna, eftir stærsta sigurinn í sögunni,“ bætti Vanda við.

mbl.is