Þrír skoruðu mörkin í sex marka sigri

Axel Freyr Harðarson, til hægri, skoraði tvívegis fyrir Fjölni.
Axel Freyr Harðarson, til hægri, skoraði tvívegis fyrir Fjölni. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Axel Freyr Harðarson, Hákon Ingi Jónsson og Máni Austmann Hilmarsson sáu um markaskorun Fjölnis þegar liðið tók á móti Þór frá Akureyri á Fjölnisvelli í Grafarvogi í 4. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 6:0-sigri Fjölnis en þeir Axel Freyr, Hákon Ingi og Máni Austmann skoruðu tvö mörk hvor. Fjölnir leiddi með þremur mörkum í hálfleik.

Fjölnir er með 10 stig í efsta sætinu, jafn mörg stig og Afturelding, en Þórsarar eru með 6 stig í fjórða sætinu.

mbl.is