Uppselt á leikinn gegn Portúgal

Cristiano Ronaldo mætir aftur á Laugardalsvöll síðar í mánuðinum.
Cristiano Ronaldo mætir aftur á Laugardalsvöll síðar í mánuðinum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu karla, sem fer fram á Laugardalsvelli 20. júní næstkomandi. Þegar er uppselt á leikinn.

Miðasala á leikinn hófst klukkan 12 í hádeginu í dag og stuttu síðar, klukkan 12.45, reyndist uppselt. Laugardalsvöllur tekur 9.700 manns í sæti.

Þremur dögum fyrr, á þjóðhátíðardaginn 17. júní, tekur Ísland á móti Slóvakíu, einnig í undankeppni EM.

Enn eru lausir miðar á þann leik og má nálgast miða á leik Íslands og Slóvakíu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert