Gott að fá gömlu karlana aftur

Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon á æfingu með íslenska landsliðinu á …
Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon á æfingu með íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli á þriðjudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við þurfum að búa til gömlu góðu gryfjuna á Laugardalsvelli á ný,“ sagði landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Morgunblaðið er blaðamaður hitti á hann á Hilton Nordica-hótelinu á Suðurlandsbrautinni í gær.

Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 í fótbolta 17. og 20. júní næstkomandi. Fyrir leikina er Ísland í fjórða sæti riðilsins með þrjú stig en Bosnía er með jafnmörg í þriðja, Slóvakía með fjögur í öðru og Portúgal með sex í fyrsta. Það má því segja að leikurinn gegn Slóvakíu sé einn sá mikilvægasti hjá landsliðinu í langan tíma.

„Fyrst og fremst er bara gaman að koma heim og að sjá gömlu karlana koma aftur inn í hópinn. Við erum með sterkan hóp, það er góð blanda, þeir eldri hafa reynsluna og þeir yngri eru að öðlast hana. Þannig að ég er bara gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni, það eru spennandi leikir fram undan og það er góð stemning yfir hópnum og landinu líka, það hjálpar okkur helling,“ sagði Hörður um stemninguna fyrir verkefninu sem fram undan er.

Hvetur sem flesta til að mæta

Uppselt er á leik Íslands og Portúgals og að sögn Harðar er ekki mikið af miðum eftir á leikinn gegn Slóvakíu næstkomandi laugardag. Hörður hvetur fólk til þess að kaupa sér miða, og segir að ef Laugardalsvöllur verði aftur að sömu gryfju og hann var geti landsliðið strítt hverjum sem er.

Viðtalið við Hörð má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert