Arnar um Óskar Hrafn: Er hann með mér?

Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik …
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik liðanna í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings úr Reykjavík, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, áttu það til að elda grátt silfur saman þegar lið þeirra voru í toppbaráttu í Bestu deild karla undanfarin tímabil.

Þeir verða báðir hluti af sérfræðingateymi RÚV í tengslum við EM 2024 í knattspyrnu karla í sumar.

Af þeim sökum ákvað RÚV að spyrja þá álits um að þurfa að starfa með hvorum öðrum í sumar eins og sjá má í skemmtilegu myndskeiði hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert