„Þessi stig skipta engu máli“

Hailey Whitaker skýtur á mark Breiðabliks í dag.
Hailey Whitaker skýtur á mark Breiðabliks í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Mér fannst við vera með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum átt að gera meira en að vera 1:0 yfir þá,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu eftir 2:1 tap gegn Breiðablik í toppslagnum á Kópavogsvelli í kvöld.

„Mér fannst kafli koma í 10-15 mínútur í seinni hálfleik þar sem við töpum boltanum illa og þá negla þær boltanum fram sem gefur þeim fyrsta markið, svo fá þær mark úr hornspyrnu eftir skiptingu frá okkur sem hefur ruglast eitthvað. Við vorum að gera vel í fyrri hálfleik að gefa góðar sendingar en þarna misstum við þetta

Annars fannst mér við vera 60-70% með þennan leik. Við reyndum að jafna en það var erfitt og tókst ekki í dag. “ 

Breiðablik er núna í fyrsta sæti með þriggja stiga forskot á Val í öðru.

„Þetta eru bara þrjú stig núna, það eru 20 leikir eftir og við höfum oft tapað áður.“

Ekkert stressaður að missa stig til Breiðabliks?

„Nei, það skiptir engu máli.“ 

Leikmenn í útlöndum á morgun og ekki hægt að fresta

Veðurspáin var ekki góð fyrir leikinn og til dæmis var leikur Stjörnunnar gegn Fylki færður inn í Miðgarð. 

„KSÍ gerði mjög vel og bauð okkur að fresta leiknum en við erum með leikmenn sem eru að fara á úrslitaleikinn í handboltanum á morgun og aðrir leikmenn sem eru búnir að panta sér far út. Við gátum ekki spilað á morgun við hefðum ekki verið með þrjá leikmenn, þetta hefur ekkert með KSÍ að gera þeir gerðu þetta vel, ekki alltaf vera að bauna á þá,“ sagði Pétur en karlalið Vals í handbolta mætir Olymp­iacos frá Grikklandi í úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars­ins í hand­bolta á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert