Ég er rosalega fegin

Keflvíkingar fögnuðu langþráum sigri í dag.
Keflvíkingar fögnuðu langþráum sigri í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

„Ég er rosalega fegin að við náðum að landa fyrsta sigrinum í dag," sagði Melanie Forbes, leikmaður Keflavíkur, sem skoraði sigurmark liðsins í fyrsta sigri liðsins í Bestu deildinni í sumar gegn Þrótti úr Reykjavík í Keflavík í dag, 1:0.

„Við höfum tapað sumum leikjum á ósanngjarnan hátt í deildinni, náð vera með yfirhöndina, skorað og misst svo sigur eða jafntefli í tap. Það gekk allt upp í dag og þrátt fyrir vindinn að þá náðum við að klára þetta," sagði Melanie við mbl.is eftir leikinn.

Leikurinn fóru fram í roki en sem betur fer var veðrið aðeins skárra en í gær þegar rok og rigning léku um suðvesturhornið.

Hvernig fannst Melanie að fara inní þennan botnbaráttuslag í alls ekki góðu veðri en með sigur á bakinu eftir öflugan 3:1 útisigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesi á dögunum?

„Ég er mjög fegin að veðrið var ekki eins og í gær þegar það var rok og rigning, þannig að þetta er aðeins skárra. Oft á tíðum gerist það að lið tapa nokkrum leikjum í röð, vinna svo einn leik og þá byrjar hlutirnir að falla meira með liðum.

Sigurinn gegn Gróttu í bikarnum gaf okkur trú og kraft til að keyra inní næsta leik og sækja þrjú stig og það gerðist í dag og nú ætlum við bara að halda áfram okkar striki," sagði Melanie að lokum í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert