Ballack ekki með Þjóðverjum?

Michael Ballack gæti misst af öðrum úrslitaleik stórmóts á ferlinum.
Michael Ballack gæti misst af öðrum úrslitaleik stórmóts á ferlinum. Reuters

Óvíst er hvort Michael Ballack, fyrirliði Þjóðverja, geti leikið með þeim annað kvöld þegar þeir mæta Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í Vínarborg.

Ballack gat hvorki æft í gær né í dag vegna meiðsla í kálfa en Joachim Löw þjálfari Þjóðverja skýrði frá því á blaðamannafundi nú síðdegis.

„Vöðvinn stífnaði enn frekar í dag og það var útilokað fyrir hann að æfa. Við verðum að sjá til hvernig þetta þróast næsta sólarhringinn. Hann er fyrirliðinn og gífurlega mikilvægur, en ef hann getur ekki leikið, kemur maður í manns stað og við leysum það mál," sagði Löw.

Það yrði mikið áfall fyrir Þjóðverja að leika án fyrirliðans sem hefur spilað vel í keppninni. Einni fyrir Ballack sjálfan sem missti af úrslitaleik Þjóðverja í heimsmeistarakeppninni árið 2002 vegna leikbanns.

mbl.is

Bloggað um fréttina