Belgía í átta liða úrslitin

Lucia di Guglielmo og Hannah Eurlings í leik Ítalíu og …
Lucia di Guglielmo og Hannah Eurlings í leik Ítalíu og Belgíu í kvöld. AFP/Daniel Mihailescu

Belgía tryggði sér annað sætið í D-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu og sæti í átta liða úrslitum með því að sigra Ítalíu 1:0 í Manchester í kvöld.

Ítalir fengu fjögur stig í öðru sæti riðilsins en Ítalir sitja eftir með eitt stig í neðsta sætinu.

Leikurinn hófst í Manchester klukkan 19 og ekkert mark var skorað í frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik þar sem ítalska liðið sótti meira. Staðan var 0:0 þegar flautað var til hálfleiks.

Belgía náði forystunni á 49. mínútu, 1:0. Tine De Caigny fékk boltann rétt innan vítateigs og skoraði með góðu skoti í hægra hornið.

Strax á 52. mínútu munaði engu að Cristiana Girelli jafnaði fyrir Ítali þegar hún átti hörkuskot í þverslána og niður.

Ítalir juku sóknarþungann eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en belgíska liðið varðist vel í og við sinn vítateig.

Í byrjun uppbótartímans munaði engu að Belgar skoruðu aftur en Tessa Wullaert átti þá hörkuskot í stöng úr skyndisókn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. MAÍ

Útsláttarkeppnin