Guðmundur orðlaus eftir gærkvöldið

Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Guðmundur Þórður Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fredericia, undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, er komið í úrslit um danska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 44 ár. 

Liðið hafði betur gegn Ribe-Esbjerg, 34:25, í lokaleik undanúrslitanna í gærkvöldi. 

Liðin voru búin að gera tví­veg­is jafn­tefli en í Dan­mörku kemst það lið í úr­slit sem fyrr nær í þrjú stig í ein­víg­inu.

Að þessu sinni var Fredericia mun sterk­ari aðil­inn á sín­um heima­velli og var yfir í hálfleik, 16:12. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði þá eitt mark fyrir Fredericia. 

Guðmundur skrifaði færslu á Facebook eftir sigurinn og sagðist vera orðlaus.

„Liðið mitt Fredericia Håndboldklub er komið í úrslit um danska meistaratitilinn í fyrsta skipti í 44 ár. Ég er eiginlega bara orðlaus.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert