Hyypiä tvístígandi varðandi framtíðina hjá Liverpool

Engin Meistaradeild hjá Hyypiä í vetur.
Engin Meistaradeild hjá Hyypiä í vetur. Reuters

Finnski varnarmaðurinn Sami Hyypiä viðurkennir að hann sá hálf tvístígandi varðandi framtíð sína hjá Liverpool. Nafn hans var ekki á lista 25 leikmanna sem félagið tilkynnti til þátttöku í Meistaradeildinni, og kann hann því illa.

Nýjar reglur hjá UEFA segja að í það minnsta átta „heimamenn“ verði að vera í leikmannahópnum sem tilkynntur er til sambandsins fyrir keppni karla í Meistaradeildinni. Rafael Benítez, knattspyrnustjóri félagsins, sleppti Hyypiä og kom það Finnanum verulega á óvart.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Ég skil að þetta er að hluta vegna nýju reglugerðarinnar, en þetta kom mér virkilega á óvart, sérstaklega vegna þess að félagið vildi ekki að ég færi eitthvert annað. Þetta er „fullkominn“ tími til að tilkynna þetta þar sem það er nýbúið að loka félagaskiptaglugganum,“ sagði Finninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert