Rooney og Evra búnir að ná sér af meiðslum

Wayne Rooney fagnar marki.
Wayne Rooney fagnar marki. Reuters

Wayne Rooney og Patrice Evra verða líklega báðir í leikmannahópi Manchester United á sunnudaginn þegar liðið mætir West Ham á Boleyn Ground í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Hins vegar er Gary Neville veikur og verður ekki liðinu.

Sir Alex Ferguson sagði á vikulegum blaðamannfundi á Old Trafford í dag að þeir Rooney og Evra væru búnir að ná sér af meiðslum en hvorugur væri þó tilbúinn að spila í fullar 90 mínútur.

,,Þeir mnu ekki hefja leikinn enda ekki 100% klárir en það kemur vel til greina að hafa þá á bekknum,“ sagði Ferguson.

Rooney hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í leik gegn Wigan þann 14. janúar og Evra meiddist þremur dögum síðar í sigri Manchester United á Chelsea.
mbl.is

Bloggað um fréttina