Owen: City verður í toppbaráttunni

Michael Owen er hér að skora sigurmarkið gegn Manchester City ...
Michael Owen er hér að skora sigurmarkið gegn Manchester City í gær. Reuters

Michael Owen sem skoraði sigurmark Manchester United gegn Manchester City í gær, segist ekki vera í vafa um að lið City mun verða í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Owen skoraði sigurmarkið þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og markið var hans fyrsta fyrir ensku meistarana í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

,,Lið Manchester City hefur komið sterkt til leiks á tímabilinu ég spái því að það verði í toppbaráttunni. Það er allir að velta því fyrir sér hversu langt City getur farið, hvort það náði Evrópusæti eða Meistaradeildarsæti. Ég sjálfur er ekki viss en ég er öruggur að það verður í baráttunni um efstu sætin“ segir Owen.


mbl.is

Bloggað um fréttina