Portsmouth má selja leikmenn

Það er mikil stemmning meðal stuðningsmanna Portsmouth þrátt fyrir gífurlega …
Það er mikil stemmning meðal stuðningsmanna Portsmouth þrátt fyrir gífurlega erfiðleika. Reuters

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hefur gefið Portsmouth sérstaka heimild til að selja leikmenn áður en opnað verður fyrir félagaskipti eftir keppnistímabilið.

Portsmouth er í greiðslustöðvun og fjármál félagsins í endurskipulagningu, en það skuldar um 60 milljónir punda. Sótt hafði verið um leyfi til að selja leikmenn í febrúar en því var þá hafnað.

Portsmouth má selja leikmenn strax til annarra úrvalsdeildarfélaga en þeir mega ekki spila fyrir sitt nýja lið fyrr en á næsta tímabili. Heimilt er að selja leikmenn til liða í neðri deildum eða úr landi, svo framarlega sem FIFA samþykkir félagaskiptin.

mbl.is

Bloggað um fréttina