Liverpool samþykkir tilboð í Torres

Fernando Torres er á förum frá Liverpool.
Fernando Torres er á förum frá Liverpool. Reuters

Liverpool hefur samþykkt 50 milljón punda tilboð frá Chelsea í spænska framherjann Fernando Torres ef marka má fréttir netútgáfu breska blaðsins Mirror. Engar fregnir hafa borist úr herbúðum félaganna varðandi þessi mál en Liverpool hafnaði á föstudaginn 35 milljón punda tilboði í Torres. 

Í dag er lokadagur félagaskipta í Evrópu og eins og jafnan er mikið um að vera á fótboltamarkaðnum og mörg félagaskipti í farvatninu. Fylgst verður með gangi mála hér á mbl.is.

mbl.is