Kristinn lánaður til Brommapojkarna

Kristinn Jónsson hefur gegnt lykilhlutverki hjá Breiðabliki síðustu ár.
Kristinn Jónsson hefur gegnt lykilhlutverki hjá Breiðabliki síðustu ár. mbl.is/Ómar

Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson verður lánaður til sænska úrvalsdeildarliðsins Brommapojkarna frá Breiðabliki frá og með áramótum.

Breiðablik og Brommapojkarna hafa komist að samkomulagi um lánssamning til eins árs en eftir þann tíma mun sænska liðið hafa forkaupsrétt að Kristni. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Breiðabliki skrifaði Kristinn við þetta tilefni undir samning við Breiðablik sem gildir til loka árs 2015.

Kristinn er 23ja ára gamall og hefur verið lykilmaður hjá Blikum undanfarin ár. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Ísland og hefur verið í landsliðshópnum í undanförnum verkefnum.

Nánar verður fjallað um vistaskipti Kristins í Morgunblaðinu í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert