Þórdís þriðja best í heimi

Þórdís Eva Steinsdóttir, fremst á myndinni, á fleygiferð.
Þórdís Eva Steinsdóttir, fremst á myndinni, á fleygiferð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þórdís Eva Steinsdóttir, 14 ára stúlka úr FH, er með þriðja til fjórða besta tímann í heiminum í 400 metra hlaupi innanhúss í aldursflokknum 17 ára og yngri á yfirstandandi keppnistímabili.

Þetta kemur fram á vefnum all-athletics.com sem heldur utan um öll afrek í frjálsíþróttum.

Þórdís er fædd árið 2000, og átti einmitt 14 ára afmæli í gær. Hún er tveimur til þremur árum yngri en allar aðrar sem skipa fyrstu tólf sæti listans og það þarf að fara niður í 13. sæti til að finna þar stúlku sem er fædd 1999.

Þórdís hljóp vegalengdina á 56,05 sekúndum á Meistaramóti Íslands í Laugardalshöllinni 1. febrúar. Sömu helgi hljóp Inessa Bogomolova frá Rússlandi, sem er fædd 1997, á 55,83 sekúndum, Hendrikje Richter frá Þýskalandi, fædd 1997, á 55,92 sekúndum, og Anne Sofie Kirkegaard frá Danmörku, fædd 1998, náði nákvæmlega sama tíma og Þórdís Eva.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »