Sextán meiddir hjá United?

Jesse Lingard skoraði í kvöld en meiddist einnig.
Jesse Lingard skoraði í kvöld en meiddist einnig. AFP

Meiðslavandræði Manchester United halda áfram en þrír leikmenn liðsins fóru meiddir af velli í sigrinum á Shrewsbury í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld.

United mætir Midtjylland í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöld á Old Trafford, eftir 2:1-tap í fyrri leiknum. Louis van Gaal sagði eftir leikinn í kvöld að hugsanlegt væri að markvörðurinn David de Gea yrði búinn að jafna sig af meiðslum fyrir fimmtudagskvöldið.

Van Gaal staðfesti hins vegar einnig að þeir Cameron Borthwick-Jackson, Jesse Lingard og Will Keane hefðu allir farið meiddir af velli í leiknum við Shrewsbury í kvöld. Þar með gætu alls 16 leikmenn verið á meiðslalistanum hjá United á fimmtudaginn.

mbl.is