Nærist á öskrum Louis van Gaal

Anthony Martial og Daley Blind, leikmenn Manchester United, berjast um ...
Anthony Martial og Daley Blind, leikmenn Manchester United, berjast um boltann í vináttulandsleik Frakka og Hollendinga á föstudagskvöldið. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, er þekktur fyrir það að vera harður í horn að taka og eru til fjölmargar sögur af reiðiköstum hollenska knattspyrnustjórans. Anthony Martial kippir sér hins vegar lítið upp við öskur Louis van Gaal heldur þvert á móti.

„Mér bregður alls ekki eða fer úr jafnvægi þegar Louis Van Gaal öskrar á mig. Það bara gleður mig af því að ég veit að það er mér fyrir bestu og hann er að reyna að hjálpa mér. Mér líkar vel við það þegar knattspyrnustjórar eru harðir við mig þar sem það er það sem ég þarf til þess að bæta mig sem leikmann,“ sagði Martial í samtali við fréttamenn í vikunni.

Martial gekk til liðs við Manchester United frá Monaco fyrir yfirstandandi leiktíð og hefur skorað 12 mörk í þeim 39 leikjum sem hann hefur leikið fyrir félagið. 

mbl.is