Tekur Moyes við Skotum?

David Moyes.
David Moyes. AFP

David Moyes fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United þykir líklegastur til að taka við starfi Gordons Strachan sem næsti landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu.

Þær fréttir bárust fyrr í dag að Strachan hefur látið af störfum en hann hefur stýrt skoska landsliðinu frá árinu 2013.

Moyes er sagður vera spenntur fyrir því að taka við landsliðsþjálfarastarfinu en líklegt er skoska knattspyrnusambandið kalli hann til viðtals á næstu dögum en Moyes er á lausu eftir að hafa sagt skilið við Sunderland í vor en undir hans stjórn féll liðið úr ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is